Fenrisúlfur
Hodnocení: 58%Délka skladby:
5:37 min
Žánr:
folk metal
Vloženo: 17.11.2012, 00:57
Interpret:
Skálmöld
Hudební album:
Börn Loka
Celkové hodnocení alba:
77%
Rok vydání:
2012
Sólin nú brennur af Surtarglóð,
sjóðandi hafið er rautt sem blóð.
Höldum til sigurs á hófum átta,
hólminn er vígvöllur engra sátta.
Dauðlegi maður, þú dugar lítt,
deigt er þitt sverð móti Fenris skolti.
Skepnan, hún grenjar, en orðin grýtt
geta ei unnið á Hilmars stolti.
Upp dreg ég sverðið, við æðum hjá,
úlfuirnn skelfileg sjón að sjá.
Ofsaleg bræðin í augum brennur,
beljandi sýnir hann klær og tennur.
Goðin og Týr áður guldu dýrt,
Gleipnir er vopn sem þú veldur ekki.
Herópið skerandi, hátt og skýrt,
skal ég þér koma í bönd og hlekki.
þú ert máttlaus og magur.
Þú ert ræfill og ragur.
Nú ég dreg þig í dauðann.
Ég mun binda þig blauðan.
Þú munt brotna og bresta.
Þig skal fjötra og festa.
Framar aldrei munt anda.
Eigin grimmd mun þér granda.
Úlfurinn núna manni mætir,
miklar eru hættur heima.
Regnið alla veröld vætir,
vopnast fjendur tveir.
Sverðið mætir svörtum tönnum,
sveima yfir höfðum hrafnar.
Óðinn hjálpar mætum mönnum,
máttlaus bænin deyr.
Bardagamóður er bundið fæ
blóðugan úlfinn og síðan næ
Gelgju að þræða í Gjöll og þrælinn
Þvíta svo nota sem festarhælinn.
Hetjan mig lagði og hefur enn
hendur við úlfliði fastar báðar.
Gætið að því, bæði goð og menn,
guðlegar orrustur eru nú háðar.